Stefna að varahitaveitu á Suðurnesjum

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri hefur greint forsætisráðherra frá áætlun um …
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri hefur greint forsætisráðherra frá áætlun um varahitaveitu. mbl.is/Eyþór Árnason

Unnið er að því að endurvekja lághitaholur með 70 til 100 gráða heitu vatni á Fitjum í Reykjanesbæ, í nágrenni við spennistöð HS Veitna þar, með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu.

Frá þessu greinir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar í samtali við Morgunblaðið.

„HS Orka, Ísor og HS Veitur eru að rannsaka og undirbúa og kanna svæði sem var áður þekkt og var lághitasvæði í kringum 1970,“ segir bæjarstjóri. „Þetta er miklu nær okkur en Svartsengi [...] og við bindum miklar vonir við að þarna verði hægt að koma upp varahitaveitu sem alla vega ætti að geta annað einhverju ef þetta gerist aftur,“ heldur Kjartan áfram og vísar til heitavatnsleysis Suðurnesjabúa í kjölfar rofs Njarðvíkuræðar í gosinu.

Vinna hratt og vel

Ekkert sé þó ljóst um það hvenær holur þessar verði komnar í gagnið ef af verður.

„Við þurfum aðeins að bíða og vera þolinmóð, ég veit bara að það er verið að vinna þetta mjög hratt. Við ræddum þetta við forsætisráðherrann í morgun og ég hef rætt við umhverfis- og auðlindaráðuneytið líka. Allir eru meðvitaðir um nauðsyn þess að vinna þetta hratt og vel,“ segir Kjartan.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert