Heimila samninganefnd VR að ráðast í aðgerðir

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Trúnaðarráð VR hefur samþykkt að heimila samninganefnd stéttarfélagsins að ráðast í aðgerðir til að ná fram kjarasamningi.

Ráðið samþykkti tillögu þessa efnis á fundi í kvöld þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, fór yfir stöðu kjaraviðræðna.

Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins.

Segir í umfjöllun þess að yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna hafi greitt atkvæði með tillögunni.

Umræddar aðgerðir kunni þá meðal annars að fela í sér undirbúning verkfallsboðunar.

Kvaðst skynja skýran vilja

Ragn­ar Þór sagði í samtali við mbl.is á mánudag að staðan í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins væri grafalvarleg.

„Auðvitað er þetta grafal­var­leg staða þegar aðilar ná ekki sam­an og þetta er komið á þetta stig en ég skynja skýr­an vilja hjá hópn­um að ná þessu sam­an, þeim mark­miðum sem við lögðum upp með í upp­hafi en það velt­ur al­gjör­lega á Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins hvort það verður hægt eða ekki,” sagði Ragnar Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert