Kemur allt með kalda vatninu

Unnið er að því að veita köldu vatni til Grindavíkur …
Unnið er að því að veita köldu vatni til Grindavíkur á nýjan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum búin að vera með okk­ar góðu verk­tök­um í að reyna að koma köldu vatni aft­ur á bæ­inn,“ seg­ir Sig­urður Rún­ar Karls­son í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hann er um­sjón­ar­maður fast­eigna Grinda­vík­ur­bæj­ar og yf­ir­maður þjón­ustumiðstöðvar, sér um all­ar veit­ur bæj­ar­ins, gatna­gerð og fast­eign­ir.

Stofn­lögn Grinda­vík­ur bráðnaði í sund­ur þegar hraun rann yfir hana í gos­inu sem hófst 14. janú­ar og seg­ir Sig­urður nokk­urt bras hafa verið að koma vatns­lögn­um suður eft­ir. „Við höf­um fengið að vinna hér flesta daga, það er pínu erfitt að koma verk­tök­um að en hefst nú alltaf fyr­ir rest,“ seg­ir Sig­urður, sem að sögn vildi helst geta unnið full­an vinnu­dag með starfs­fólki sínu. Óvissu­stig hafi hins veg­ar ekki alltaf leyft það.

Seg­ir hann þó leyfi alltaf hafa feng­ist til að vera við störf svo lengi sem hann og sam­starfs­fólk hans hafi getað fært rök fyr­ir því að viðveru sé þörf. „Við erum átta á starfs­stöðinni en við erum bara tveir þessa dag­ana,“ seg­ir hann, spurður út í mannafl­ann.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert