„Við erum búin að vera með okkar góðu verktökum í að reyna að koma köldu vatni aftur á bæinn,“ segir Sigurður Rúnar Karlsson í samtali við Morgunblaðið, en hann er umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar og yfirmaður þjónustumiðstöðvar, sér um allar veitur bæjarins, gatnagerð og fasteignir.
Stofnlögn Grindavíkur bráðnaði í sundur þegar hraun rann yfir hana í gosinu sem hófst 14. janúar og segir Sigurður nokkurt bras hafa verið að koma vatnslögnum suður eftir. „Við höfum fengið að vinna hér flesta daga, það er pínu erfitt að koma verktökum að en hefst nú alltaf fyrir rest,“ segir Sigurður, sem að sögn vildi helst geta unnið fullan vinnudag með starfsfólki sínu. Óvissustig hafi hins vegar ekki alltaf leyft það.
Segir hann þó leyfi alltaf hafa fengist til að vera við störf svo lengi sem hann og samstarfsfólk hans hafi getað fært rök fyrir því að viðveru sé þörf. „Við erum átta á starfsstöðinni en við erum bara tveir þessa dagana,“ segir hann, spurður út í mannaflann.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.