Líklega rætist spáin ekki

Hlýrra verður á landinu um helgina þó hitinn nái að …
Hlýrra verður á landinu um helgina þó hitinn nái að öllum líkindum ekki tveggja stafa-markinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur ólíklegt að veðurspáin frá því fyrr í vikunni sem boðaði tveggja stafa hitatölur um helgina rætist. 

Hann segir að dregið hafi úr mætti hitans og útbreiðslu þessa hlýja lofts sem áður sást til. Enn eru þó töluvert miklar líkur á að það muni hlána á landinu um helgina og jafnvel um tíma til fjalla.

Klárlega vetrarhláka

„Spárnar eru nú þannig að þær fara fram og til baka þegar að það er tiltölulega langt í breytingar,“ segir hann og bætir við: „Hlýja loftið er takmarkaðra en reiknað var með upphaflega en samt sem áður er þetta alveg klárlega vetrarhláka.“

Hann segir nýjustu spárnar í morgun benda til þess að það kólni á ný á þriðjudag.

„En það gæti verið leysing, allavega á láglendi, í þrjá sólarhringa, frá því seint á föstudag, eða snemma á laugardag, og fram á mánudag. En hún er mest afgerandi á laugardagskvöldið þegar að það koma skil með slagveðursrigningu sem ganga norður yfir landið.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert