Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að fólk ætti að fara í bólusetningu við hettusótt, ef við á, en nú hafa tvo tilfelli hettusóttar greinst á Íslandi í febrúar.
Hún kveðst ekki eiga von á víðtækri útbreiðslu hettusóttar en segir að hettusótt geti smitast á milli þeirra sem eru óbólusettir eða meðal þeirra sem ekki hafa fengið hettusótt áður.
„Þeir sem eru óbólusettir ættu að athuga sína stöðu og þiggja bólusetningu, það er mjög góð vörn í því. Það er áhætta að smit berist hér til lands og fólk geti smitast. Eins ef fólk er að ferðast,“ segir Guðrún.
Eins og greint var frá fyrr í dag þá hafa tvö tilfelli hettusóttar greinst nýverið. Sá sem smitaðist í seinna skiptið var einstaklingur með tengsl við þann sem smitaðist fyrst.
Hún segir að líklegast hafi upphaflega smitið komið til vegna ferðalags einstaklings til annars lands.
„Það eru alveg líkur á því að fólk sem er óbólusett, eða ekki með fulla vörn, gæti fengið það [hettusótt] og það komið með þeim heim,“ segir hún og vísar til ferðalaga erlendis.
Guðrún ítrekar að hún hafi ekki miklar áhyggjur af því að þetta breiði úr sér en hún segir skipta máli að reyna að koma í veg fyrir fleiri tilfelli. Hún nefnir að hettusótt sé ekki jafn smitandi og mislingar, sem er veira sem berst lengra á milli manna.
„Ég hef ekki áhyggjur af útbreiddum hettusóttarfaraldri, nei, en við viljum koma í veg fyrir fleiri tilfelli því það geta verið alvarlegar afleiðingar af hettusótt,“ segir Guðrún.
Hún nefnir að bæði á Íslandi og erlendis hafi bólusetningum farið fækkandi í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Bólusetningarþátttaka á Íslandi gegn hettusótt, mislingum og rauðum hundum (MMR-bóluefnið) hafi farið í um 90% árið 2022 og þannig dvínað nokkuð.
Spurð hverjir ættu að íhuga bólusetningu og hvaða hópar ættu ekki að íhuga bólusetningu vísar hún til upplýsinga á vef landlæknis þar sem eftirfarandi kemur fram:
Hverjir ættu að fá MMR-bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar:
Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: