Þungir dómar í saltdreifaramáli staðfestir

Sakborningar hylja andlit sitt þegar þeir mæta til aðalmeðferðar málsins …
Sakborningar hylja andlit sitt þegar þeir mæta til aðalmeðferðar málsins fyrir Landsrétti í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur staðfest dóma yfir þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni og Halldóri Margeiri Ólafssyni, sem hlotið þunga dóma í saltdreifaramálinu svokallaða. Hlaut Guðlaugur 8 ára dóm fyrir sinn þátt, en Halldór 10 ára dóm.

Þá komst Hæstiréttur einnig að því að brot þeirra hefðu verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka og að heimilt hafi verið að notast við gögn úr svokölluðu Encrochat samskiptaforriti sem bárust frá Europol.

Saltdreifaramálið er eitt stærsta fíkni­efna­mál í sögu lands­ins.

Menn­irn­ir, Guðlaug­ur Agn­ar Guðmunds­son og Hall­dór Mar­geir Ólafs­son, voru ásamt öðrum ákærðir fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot og skipu­lagða brot­a­starf­semi með því að hafa staðið sam­an að inn­flutn­ingi á salt­dreifara sem í voru fald­ir 53 lítr­ar af am­feta­mín­vökva hingað til lands frá Hollandi.

Þetta gerðu þeir í fé­lagi með tveim­ur óþekkt­um er­lend­um aðilum, mót­tekið tækið og fíkni­efn­in og haft í vörsl­um sín­um á nán­ar til­greindri jörð og í sam­vinnu við óþekkt­an ís­lensk­an aðila fjar­lægt am­feta­mín­vökv­ann úr salt­dreifar­an­um og fram­leitt allt að 117,5 kg af am­feta­míni í sölu- og dreif­ing­ar­skyni.

Þá var Hall­dóri Mar­geir ásamt öðrum meðákærðu gefið að sök stór­fellt fíkni­efna­laga­brot og skipu­lögð brot­a­starf­semi með því að hafa staðið sam­an að kanna­bis­rækt­un í úti­húsi á nán­ar til­greindri jörð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka