Áætlanir voru ekki í lagi

Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, sagði í grein 7. september sl. …
Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, sagði í grein 7. september sl. að áætlaður kostnaður við verkefni samgöngusáttmálans hefði nær tvöfaldast frá því sem upp var lagt með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er hár­rétt hjá hon­um, en fyrsta atriðið til þess að hægt sé að gæta að slíku er að áætlan­irn­ar séu í lagi. Þær áætlan­ir sem lagt var upp með voru ekki í lagi og ef þær hefðu verið í lagi, hefði ekki þurft að upp­færa þær,“ seg­ir Árni M. Mat­hiesen, formaður stjórn­ar Betri sam­gangna, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann var spurður um mikl­ar hækk­an­ir á kostnaðaráætl­un­um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins, þ.m.t. Foss­vogs­brú­ar sem Njáll Trausti Friðberts­son alþing­ismaður gagn­rýndi harðlega í blaðinu í gær.

„Það þurfti nauðsyn­lega að upp­færa þess­ar áætlan­ir af ýms­um or­sök­um. Á meðan ekki er búið að eyða þess­um pen­ing­um er ekki stór skaði skeður. Ég held að við verðum að sjá upp­færsl­unni lokið til að eig­end­urn­ir geti tekið ákv­arðanir um fram­haldið,“ seg­ir Árni.

Nær tvö­fald­ast

Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í grein í Morg­un­blaðinu 7. sept­em­ber sl. að áætlaður kostnaður við verk­efni sam­göngusátt­mál­ans hefði nær tvö­fald­ast frá því sem upp var lagt með, væri 300 millj­arðar í stað 160. Lagði hann áherslu á end­ur­skoðun hans og nýja for­gangs­röðun verk­efna. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins stefn­ir í enn meiri hækk­an­ir sátt­mál­ans í þeirri upp­færslu sem unnið er að.

„Ég reikna með að við mun­um sjá merki um þessi sjón­ar­mið Bjarna í upp­færsl­unni, án þess að ég geti staðfest það á þessu stigi. Það sem verið er að gera í þess­ari upp­færslu sátt­mál­ans er að setja þetta allt í rétt kostnaðarlegt sam­hengi. Þeirri vinnu er ekki lokið, en von­andi verður það fljót­lega. Þegar vinn­unni er lokið taka menn ákv­arðanir um hvernig fram­haldið verður,“ seg­ir Árni.

Upp­færsla sam­göngusátt­mál­ans er langt á eft­ir áætl­un, rætt var um að henni lyki sl. haust, síðan í nóv­em­ber og loks í janú­ar, en ekk­ert ból­ar enn á henni. Spurður um þess­ar taf­ir seg­ir Árni Freyr Stef­áns­son, skrif­stofu­stjóri sam­gangna í innviðaráðuneyt­inu sem á sæti í starfs­hópn­um sem að verk­inu vinn­ur, að von­ir standi til að henni ljúki loks eft­ir 2-3 vik­ur og verði þá kynnt hlutaðeig­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert