Áætlanir voru ekki í lagi

Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, sagði í grein 7. september sl. …
Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, sagði í grein 7. september sl. að áætlaður kostnaður við verkefni samgöngusáttmálans hefði nær tvöfaldast frá því sem upp var lagt með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er hárrétt hjá honum, en fyrsta atriðið til þess að hægt sé að gæta að slíku er að áætlanirnar séu í lagi. Þær áætlanir sem lagt var upp með voru ekki í lagi og ef þær hefðu verið í lagi, hefði ekki þurft að uppfæra þær,“ segir Árni M. Mathiesen, formaður stjórnar Betri samgangna, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um miklar hækkanir á kostnaðaráætlunum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þ.m.t. Fossvogsbrúar sem Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður gagnrýndi harðlega í blaðinu í gær.

„Það þurfti nauðsynlega að uppfæra þessar áætlanir af ýmsum orsökum. Á meðan ekki er búið að eyða þessum peningum er ekki stór skaði skeður. Ég held að við verðum að sjá uppfærslunni lokið til að eigendurnir geti tekið ákvarðanir um framhaldið,“ segir Árni.

Nær tvöfaldast

Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í grein í Morgunblaðinu 7. september sl. að áætlaður kostnaður við verkefni samgöngusáttmálans hefði nær tvöfaldast frá því sem upp var lagt með, væri 300 milljarðar í stað 160. Lagði hann áherslu á endurskoðun hans og nýja forgangsröðun verkefna. Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í enn meiri hækkanir sáttmálans í þeirri uppfærslu sem unnið er að.

„Ég reikna með að við munum sjá merki um þessi sjónarmið Bjarna í uppfærslunni, án þess að ég geti staðfest það á þessu stigi. Það sem verið er að gera í þessari uppfærslu sáttmálans er að setja þetta allt í rétt kostnaðarlegt samhengi. Þeirri vinnu er ekki lokið, en vonandi verður það fljótlega. Þegar vinnunni er lokið taka menn ákvarðanir um hvernig framhaldið verður,“ segir Árni.

Uppfærsla samgöngusáttmálans er langt á eftir áætlun, rætt var um að henni lyki sl. haust, síðan í nóvember og loks í janúar, en ekkert bólar enn á henni. Spurður um þessar tafir segir Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri samgangna í innviðaráðuneytinu sem á sæti í starfshópnum sem að verkinu vinnur, að vonir standi til að henni ljúki loks eftir 2-3 vikur og verði þá kynnt hlutaðeigandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert