Lögregla rannsakar kynferðisbrot leigubílstjóra

Einn sakborningurinn starfar sem leigubílstjóri. Þá er atvinna hans talin …
Einn sakborningurinn starfar sem leigubílstjóri. Þá er atvinna hans talin tengjast málinu beint. mbl.is/​Hari

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú gróft kynferðisbrot gegn konu. Brotið átti sér stað í byrjun febrúar. Tveir menn eru með réttarstöðu sakbornings. 

Starf leigubílstjórans tengist málinu beint

Annar maðurinn er leigubílstjóri. Atvinna hans tengist brotinu beint samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Rúv greindi frá því fyrr í dag að maðurinn hefði verið handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð tveimur dögum eftir meint brot.

Báðir sakborningarnir hafa farið í skýrslutökur hjá lögreglunni en ekki þótti tilefni til að fara fram á varðhald að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan hefur farið fram á farbann

Mennirnir eru báðir erlendir ríkisborgarar og hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár. Farið var fram á farbann yfir mönnunum sem var samþykkt af dómstól.

Rannsókn lögreglu hefur miðað ágætlega frá því að málið kom upp að sögn Ævars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka