Myndskeið: Þakið hrunið og svæðið rýmt

Lögregla hefur rýmt svæðið umhverfis eldsvoðann mikla við Fellsmúla eftir að bera fór á sprengingum frá húsnæðinu.

Lokað hefur verið fyrir umferð um Grensásveg og mikinn reykjarmökk leggur af húsnæðinu.

Úða froðu á neðri hæðina

Þakið er nú hrunið yfir húsnæði dekkjaþjónustu N1, þar sem eldurinn er talinn hafa átt upptök sín.

Slökkvilið er tekið til við að úða froðu á neðri hæð húsnæðisins sem vísar að Grensásvegi, til að hamla því að eldurinn breiði úr sér þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert