Óþekkt efni lak á gólf Endurvinnslunnar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Facebook-síða slökkviliðsins á Akureyri

Óþekkt efni lak niður á gólf í Endurvinnslunni á Akureyri sem tekur á móti flöskum og dósum að sögn varðstjóra slökkviliðsins á Akureyri.

Lögreglan á Akureyri sendi frá sér tilkynningu fyrir skömmu þar sem greint frá var frá efnaleka á Furuvellum á Akureyri og óskaði hún eftir að íbú­ar á Eyr­inni, sunn­an við Furu­velli, haldi sig af þess­um sök­um inn­an­dyra og hafi glugga lokaða. 

„Það var óþekkt efni í litlum mæli sem heltist niður á gólfið og breiddist út fyrir húsið og urðu starfsmenn fyrir óþægindum. Það er búið að loka svæði sunnan við Endurvinnsluna,“ segir varðstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is en slökkvilið og lög­regla eru við störf á vett­vangi. Endurvinnslan er til húsa við Furuvelli 11.

Ekki er vitað á þessari stundu hvaða efni er um að ræða en engin slys urðu á fólki og sagðist varðstjórinn ekki vita til þess að neinn hafi verið fluttur á sjúkrahús.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert