Samningur Landsvirkjunar og stórnotenda rannsakaður

Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild samanber …
Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild samanber ákvæði samkeppnislaga. Samsett mynd/Landsvirkjun/mbl.is/Eggert

Til rann­sókn­ar er hvort samn­ing­ur Lands­virkj­un­ar við stór­not­end­ur stand­ist sam­keppn­is­lög og sam­keppn­is­regl­ur EES-samn­ings­ins. Um er að ræða ákvæði sem kveður á um að stór­not­end­um sé ekki heim­ilt að selja frá sér ónýtta raf­orku aft­ur inn á kerfið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins þar sem seg­ir að tak­mark­an­ir sem þess­ar af hálfu markaðsráðandi fyr­ir­tæk­is, sem Lands­virkj­un kann að vera, geti falið í sér brot á banni við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu sam­kvæmt ákvæðum sam­keppn­islaga og EES-samn­ings­ins.

Þannig geti þau verið til þess fall­in að verja eða styrkja stöðu Lands­virkj­un­ar á kostnað viðskipta­vina og al­menn­ings.

Bann við sölu ógilt?

Brjóti samn­ings­ákvæði í bága við sam­keppn­is­lög telj­ast þau ógild sam­an­ber ákvæði sam­keppn­islaga. Sam­keppnis­eft­ir­litið til­kynnti Lands­virkj­un um rann­sókn sína með bréfi dag­settu 9. fe­brú­ar í kjöl­far þess að hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um samn­ings­ákvæðin frá Lands­virkj­un í nóv­em­ber á síðasta ári.

Í rann­sókn sinni mun Sam­keppnis­eft­ir­litið skil­greina raf­orku­markaðinn og meta stöðu Lands­virkj­un­ar á hon­um. Verði fyr­ir­tækið talið markaðsráðandi á raf­orku­markaði mun Sam­keppnis­eft­ir­litið meta hvort það hafi gerst brot­legt og telji eft­ir­litið að íþyngj­andi ákvörðun kunni að verða tek­in verður Lands­virkj­un gef­in kost­ur til and­mæla.

ESA upp­lýst um rann­sókn­ina

Rann­sókn máls­ins er á fyrstu stig­um og í til­kynn­ingu sem þess­ari um upp­haf máls felst hvorki end­an­leg afstaða til mögu­legra brota né vís­bend­ing um mögu­lega niður­stöðu rann­sókn­ar­inn­ar. 

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur upp­lýst ESA, Eft­ir­lits­stofn­un EFTA um rann­sókn­ina í sam­ræmi við skyld­ur sín­ar sem sam­keppn­is­yf­ir­völd á evr­ópska efna­hags­svæðinu. ESA hef­ur ekki áður lagt mat á hvort ákvæði samn­inga Lands­virkj­un­ar við stór­not­end­ur inni­haldi ákvæði brjóta gegn sam­keppn­is­regl­um EES-samn­ings­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka