„Slökkviliðið er að nota alla brunahana“

Slökkvistarf hefur gengið vel síðustu klukkustund.
Slökkvistarf hefur gengið vel síðustu klukkustund. mbl.is/Arnþór

Búið er að girða af stórt svæði í kringum eldsvoðann í Fellsmúla.

Friðjón Ingi, varðstjóri lögreglunnar, segir í samtali við blaðamann mbl.is að það hafi verið gert til að tryggja öryggi á svæðinu. 

Friðjón Ingi varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Friðjón Ingi varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is

Fólk of nálægt vettvangi

„Það var mikið af sprengingum hér áðan og við vissum ekki nákvæmlega hvað var í gangi. Fólk var aðeins ofan í vettvanginum þannig við vildum loka hann af,“ segir Friðjón.

Vel hefur gengið að girða af svæðið að sögn Friðjóns. „Einn og einn hefur farið inn á lokað svæði en þeir einstaklingar hafa svarað tiltali lögreglu,“ bætir hann við. 

Búið er að girða af Grensásveg rúmlega upp að Miklubraut, Grensásveg að Fellsmúla og Fellsmúla upp að Síðumúla. 

Þarf mikið vatn í slökkviliðsstörf

Lögreglan hefur einnig girt af hringtorg í Skeifunni þar sem brunahanar eru í notkun.

„Slökkviliðið er að nota alla brunahana hér í kring. Það þarf mikið vatn.“

Hann kveðst ekki vita hvað orsakaði sprengingarnar en segir þær ekki hafa farið langt út fyrir bygginguna.

Lögreglan verður líklegast á svæðinu fram á morgun til að fylgjast með vettvanginum og tryggja að eldur taki sig ekki upp að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert