Telja ráðherra ábyrgan fyrir kröfugerðinni

Úti fyrir Norðurlandi gerir ríkið tilkall til þekktra eyja, eins …
Úti fyrir Norðurlandi gerir ríkið tilkall til þekktra eyja, eins og Drangeyjar, Lundeyjar á Skjálfandaflóa og einnig lendir Hvítserkur við Vatnsnes á listanum. Samsett mynd

Kröfur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, um þjóðlendu á eyjum og skerjum við landið hafa komið sveitarfélögum og landeigendum í opna skjöldu, ekki einungis í Vestmannaeyjum. Úti fyrir Norðurlandi gerir ríkið tilkall til þekktra eyja, eins og Drangeyjar, hluta Grímseyjar, Lundeyjar á Skjálfandaflóa og einnig lendir Hvítserkur við Vatnsnes á listanum.

„Við teljum ráðherra fara fram með miklu offorsi í kröfugerðinni. Þetta er þingmaður kjördæmisins og eðlilegt að kynna sér betur aðstæður áður en krafan er lögð fram. Við lítum svo á að fjármálaráðherra; Þórdís Kolbrún, beri ábyrgð á þessari kröfugerð,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, um kröfur ríkisins um eyjar og sker í Skagafirði.

Meðal þeirra eigna í firðinum sem ríkið gerir tilkall til er Drangey, Þórðarhöfði og Lundey. Málmey hefur verið í eigu ríkisins og er undanskilin. Sigfús telur allt of langt gengið í kröfugerðinni og segir sveitarfélagið hafa sett sig í samband við lögmannsstofu til að grípa til varna. Hann segir sýslunefnd, forvera sameinaðs sveitarfélags, hafa keypt Drangey á ofanverðri 19. öld, og að Drangeyjarfélagið hafi haft umsjón með eynni og nytjum hennar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert