Ætla að opna Bláa lónið á morgun

Hrauntungan frá eldgosinu 8. febrúar teygði sig nálægt Bláa lóninu …
Hrauntungan frá eldgosinu 8. febrúar teygði sig nálægt Bláa lóninu og mannvirkjum HS Orku. mbl.is/Árni Sæberg

Bláa lónið opnar fyrir gestum á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í samstarfi við yfirvöld. Fyrirtækið segir að tryggt verður áframhaldandi öryggi og að sérfræðingar fylgjast náið með svæðinu.

Lónið var rýmt 8. febrúar en um 150 manns voru í bygg­ing­um Bláa lóns­ins þegar gos hófst á milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells að morgni sama dag. Tók það um 40 mín­út­ur að rýma lónið. 

Veitingastaðir og hótel

Veit­ingastaðirnir Lava og Moss og heilsu­lind­ir lóns­ins verða opnuð á nýj­an leik. Þá verður einnig hægt að gista á hót­elum fyrirtækisins; Silica og Retreat. 

Í tilkynningunni kemur einnig fram að gestir þurfi að fara aðra leið til að komast að lóninu vegna truflana á aðkomuvegi lónsins.

Í tilkynningu Bláa lónsins er talað um truflanir á aðkomuvegi.
Í tilkynningu Bláa lónsins er talað um truflanir á aðkomuvegi. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert