138 lítrar af froðu og 46 þúsund lítrar af vatni

Slökkvilðsmenn að störfum í Fellsmúlanum í gær.
Slökkvilðsmenn að störfum í Fellsmúlanum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og langt fram á nótt þegar stórbruni varð í bifreiðaþjónustu N1 í Fellsmúla í Reykjavík.

Í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook er útkallið rakið í hnotskurn.

Slökkviliðsmenn að dæla vatni í körfubíl.
Slökkviliðsmenn að dæla vatni í körfubíl. mbl.isArnþór Birkisson
  • Boð um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 17.29. 
  • Lítil úthringing klukkan 18.12.
  • Stór úthringing klukkan 18.57.
  • Tökum náð á eldinum klukkan 23.30.
  • Slökkvistarfi lokið klukkan 05.10.
  • Um 70 manns voru á vettvangi og tengdum verkefnum þegar mest var. Notaðir voru 138 lítrar af froðu og vatn á móti froðunni voru 46 þúsund lítrar.
  • Notuð voru 36 reykköfunartæki, hvert þrisvar sinnum.
  • Fjórar slökkviliðsbifreiðar voru á staðnum ásamt tveimur körfubifreiðum fyrir utan ýmsar þjónustubifreiðar.
  • Lögregla sá um að tryggja lokanir á meðan útkallinu stóð.
  • Athugasemdir frá eldvarnaeftirliti SHS voru gerðar árið 2019 og í kjölfarið var ráðist í úrbætur.
  • Dekkjamagn í húsinu samkvæmt hönnunarforsendum um 6000 stykki og mögulega bætast við 1.500 samkvæmt hönnunarforsendum.
  • Áætlað magn af dekkjum 72 tonn, samkvæmt hönnunarforsendum.
  • Flatarmál byggingarinnar 1.300 m²
  • Eldvarnarveggir (brunahólf) skiluðu sínu.
  • Náðist að manna allar stöðvar til að tyggja sjúkraflutninga og önnur útköll.
  • Varaslökkviliðsbifreiðar voru nýttar til að sinna mögulega öðrum útköllum.
Slökkvistarfi lauk klukkan 5.10 í nótt.
Slökkvistarfi lauk klukkan 5.10 í nótt. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert