3,5 stiga skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Horft til norðurs eftir Bárðarbungu.
Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð rétt norðvestur af Eldey klukkan 22:11 í kvöld auk þess sem klukkan 21:43 varð annar skjálfti af stærð 3,5 í Bárðarbunguöskjunni.

Frá þessu greinir Veðurstofa Íslands á vefsíðu sinni með þeirri athugasemd að skjálftar af þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu annað veifið.

Land rís við Svartsengi

„Landris heldur áfram á svæðinu við Svartsengi. Land rís um 0,5 – 1,0 cm á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos,“ er þar enn fremur greint frá.

„Kvika heldur því áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi. Það eru því miklar líkur á að atburðarásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert