Ætla að jarðsyngja Reykjavíkurborg

Heimdallur segir að Reykjavík sé látin.
Heimdallur segir að Reykjavík sé látin. Skjáskot/Facebook

„Það er ekki lengur hægt að bjarga Reykjavík, þetta er búið spil. Reykjavík er dáin, látin, öll – kapútt,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar , í myndbandi sem Heimdallur birti nýverið á samfélagsmiðlum.

Þessi stóru orð eru látin falla vegna þess að á morgun mun Heimdallur „jarðsyngja“ Reykjavík í Tjarnarbíó.

„Reykjavík hefur í mörg ár verið í ólagi. Ungt fólk, eins og ég og þú, eigum litla von á því að geta keypt okkur heimili. Grunnþjónustan er í volli, hvort sem við erum að tala um leikskóla eða sorphirðu. Samgöngurnar virka ekki og borgarlínan, sem á nú að bjarga miklu, hefur verið á leiðinni í milljón ár en virðist hvergi vera,“ segir Júlíus í myndbandinu.

View this post on Instagram

A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd)

Glímt við „skuldahólisma“

Segir hann að Heimdellingar hafi reynt að vekja athygli á þessu í um árabil en nú sé því miður orðið um seinan.

„Vegna þessara sorglegu staðreyndar boðum við Heimdellingar til Útfarar Reykjavíkur hér í Tjarnarbíó á laugardaginn, til þess að kveðja borgina okkar sem og að minnast alls þess góða sem hún gaf okkur í sinni lífstíð,“ segir Júlíus.

Í viðtali fyrr í dag, í Síðdegisútvarpinu hjá RÁS 2, sagði Júlíus Viggó að Reykjavíkurborg hefði meðal annars glímt við „skuldahólisma“ og „samgöngutregðu“ um áraraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert