Bjarni segir andlát Navalnís á ábyrgð rússneskra stjórnvalda

Utanríkisráðherra og rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní
Utanríkisráðherra og rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní Samsett mynd

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, gaf frá sér stutta yfirlýsingu á X (áður Twitter) í kjölfar frétta um andlát rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Bjarni segist taka fréttirnar nærri sér og vottar fjölskyldu og stuðningsmönnum hans dýpstu samúð sína.

Utanríkisráðherra segir svo að ábyrgðin á dauða Navalnís liggi á endanum hjá Vladimír Pútín og rússneskum stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka