Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, gaf frá sér stutta yfirlýsingu á X (áður Twitter) í kjölfar frétta um andlát rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.
Bjarni segist taka fréttirnar nærri sér og vottar fjölskyldu og stuðningsmönnum hans dýpstu samúð sína.
Utanríkisráðherra segir svo að ábyrgðin á dauða Navalnís liggi á endanum hjá Vladimír Pútín og rússneskum stjórnvöldum.
Saddened to learn of the passing of Alexei Navalny and I offer my sincerest condolences to his family and supporters. Putin and the Russian government bear ultimate responsibility for his death.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) February 16, 2024