Helmingur heita vatnsins glatast í leka

Nær helmingur vatns úr Svartsengi skilar sér ekki til Grindavíkur …
Nær helmingur vatns úr Svartsengi skilar sér ekki til Grindavíkur vegna leka. mbl.is/Eyþór

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir að hátt í helmingur heits vatns sem fari úr Svartsengi til Grindavíkur skili sér ekki í bæinn.

Ástæðan sé leki sem nú er leitað til viðgerðar.

Erfitt reyndist að ná upp þrýstingi í Grindavík

Þrýstingur í dreifikerfinu í Grindavík mælist mjög lágur og lekinn skýri hvers vegna erfitt hefur reynst að ná upp þrýstingi á hitaveitunni í Grindavík, þrátt fyrir að búið sé að gera við helsta þekktu leka í bænum.

„Það liggur ekki fyrir núna hverjar eru orsakir lekans, en í samráði við almannavarnir er þegar byrjað að grafa niður á bilunina. Þá kemur í ljós hverju sætir og hvað er hægt að gera til viðgerða.“

Þessi vandi sé staðbundinn við Grindavík, segir Páll, og hefur ekki áhrif víðar um Suðurnes. Úr Svartsengi liggi tvær lagnir. Önnur til Reykjanesbæjar (Njarðvíkuræðin), sem fór í síðasta eldgosi. Nú ræði um Grindavíkuræðina sem fór í eldgosinu í janúar.

Ekki hætta á að lögnin gefi sig

Páll telur þessa bilun ekki hafa áhrif í Grindavík umfram það ástand sem ríkt hafi í bænum nú um nokkuð skeið.

Vinna við viðgerð er þegar hafin og telur Páll megi mæla vinnuna framundan í sólahringum, án þess að geta staðfest það nú.

Hann segir miklu máli skipta að koma eðlilegum vatnsþrýstingi á í Grindavík og eins að fara vel með það vatn sem framleitt er í orkuverinu í Svartsengi. Ekki telur hann þó hættu á að lögnin fari í sundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka