Maður var handtekinn og færður í fangageymslu tímabundið vegna hnífaárásar í heimahúsi í Fossvogi í Reykjavík í gær. Honum hefur nú verið sleppt.
Árásin átti sér stað um hádegisbil og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru báðir menn með hníf og náðu þeir báðir að leggja hvor til annars. Báðir voru fluttir á slysadeild en áverkar, sem eru m.a. í andliti, eru sagðir minniháttar.
Lögregla segir að um hafi verið að ræða deilur á milli mannanna en ekki er talið að fíkniefni eða deilur um þau spili inn í átökin.