Slökkviliðinu tókst að slökkva í síðustu glæðunum í Fellsmúla í nótt og eru slökkviliðsmenn nú á vettvangi að leita af sér allan grun. Þetta staðfestir varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.
Seint í gærkvöldi tókst að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti og urðu engin slys á fólki í brunanum.
Alls komu 60 til 70 manns að slökkvistarfinu sem hófst um sexleytið síðdegis í gær skömmu eftir að tilkynning barst. Tókst slökkviliðsmönnum að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða úr sér í nærliggjandi byggingar.