Misstu heilan gám af bjór í hafið

40 feta gámur sem fór í sjóinn.
40 feta gámur sem fór í sjóinn. Ljósmynd/Colourbox/Radomir Rezny

„Fall er fararheill,“ segir Atli Hergeirsson, sölustjóri hjá Rolf Johansen & co, en fyrirtækið tók um áramót við umboðinu fyrir hinn vinsæla hollenska bjór Heineken hér á landi. Ekki vildi betur til en svo að fyrsta sendingin af stórum dósum af Heineken fór öll í höfnina í Amsterdam þegar flytja átti drykkinn vinsæla til Íslands.

Heineken-aðdáendur hafa ekki þurft að örvænta því bjórinn hefur verið fáanlegur í glerflöskum og litlum dósum það sem af er ári en ekki náðist að bjarga stóru dósunum af hafsbotni. Atli kveðst ekki þekkja nákvæmlega hvað gerðist í Amsterdam en fyrirtækið ber engan fjárhagslegan skaða af þessu óhappi, fyrir utan auðvitað sölutapið.

Þetta var heill 40 feta gámur sem fór í sjóinn. Fullhlaðinn rúmar hann 73.728 stóra bjóra. Fyrir vikið þurfti að framleiða allt upp á nýtt fyrir okkur og góðu fréttirnar fyrir íslenska neytendur er að þeir fá brakandi ferska vöru, segir Atli. Sendingin kom til landsins á dögunum og búast má við því að fyrstu dósirnar detti í Vínbúðirnar í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka