Óhætt er að segja Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi unnið þrekvirki í brunanum í Fellsmúla í gærkvöldi, er tókst að hefta frekari útbreiðslu eldsins og að hann kæmist í Hreyfilshúsið. Ljósmyndarar Morgunblaðsins og mbl.is voru á vettvangi og mynduðu baráttuna við eldhafið.
Slökkviliðið var kallað út um hálfsex síðdegis í gær. Allt tiltækt lið kom á vettvang og þegar mest lét voru um 100 slökkviliðsmenn að störfum og 20 lögreglumenn gættu öryggis við brunastað. Um kvöldmatarleytið virtist sem tekist hefði að ráða niðurlögum eldsins en fljótlega blossaði hann upp aftur og náði hámarki á níunda tímanum. Þá náðist að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í fleiri rými á efri hæð byggingarinnar á horni Fellsmúla og Grensásvegar.
Slökkvistarf hélt áfram fram á nótt og slökkviliðið vaktaði staðinn til morguns. Rannsókn á eldsupptökum er hafin eins og fram hefur komið á mbl.is.
Myndir segja meira en fleiri orð.
Eldhafið var mikið þegar mest lét á níunda tímanum í gærkvöldi.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Gríðarlegt tjón varð á dekkjaverkstæði N1.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Verslanir á neðri hæð byggingarinnar urðu fyrir nokkru tjóni af völdum vatns og reyks.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Kranabíll slökkviliðsins kom að góðum notum.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Hér eru slökkviliðsmenn að ná tökum á brunanum.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Allt tiltækt lið var kallað út á vettvangi, af öllum stöðvum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Fjöldi fólks fylgdist með slökkvistörfum og raðaði sér upp fyrir framan Pfaff við Grensásveg.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Nokkur bið verður á því að verslanir í húsnæðinu taki til starfa á ný.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Svartur reykur barst hátt til lofts eftir að eldurinn komst í dekkin á verkstæði N1.
Mbl.is/Arnþór Birkisson
Í fyrstu taldi slökkviliðið að tekist hefði að stöðva útbreiðslu eldsins.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Baráttan við eldhafið á þakinu.
Mbl.is/Kristinn Magnússon
Dekkjaverkstæði N1 varð fyrir gríðarlegu tjóni.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Svona var staðan skömmu eftir að slökkviliðið kom á vettvang.
Mbl.is/Kristinn Magnússon