N1 bætir dekkjatjón bíleigenda

Frá vettvangi brunans í gærkvöldi.
Frá vettvangi brunans í gærkvöldi. Mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á þessum tímapunkti er enn verið að meta skemmdirnar og því óljóst hvenær við getum hafið starfsemi við Fellsmúla að nýju,“ segir í færslu á Facebook-síðu N1 vegna stórbrunans í gærkvöldi er dekkjaverkstæði og -hótel skemmdust mikið.

Haft verður samband við alla viðskiptavini sem áttu dekk á dekkjahótelinu, til að bæta þeim hjólbarðana sem skemmdust, og þakkar N1 þeim tillitssemina og skilninginn.

„Eftir brunann í verkstæði okkar við Fellsmúla í gær erum við hjá N1 fyrst og fremst þakklát fyrir að ekki fór verr og að enginn hafi slasast. Við viljum því þakka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., öðrum viðbragðsaðilum og starfsmönnum okkar sem komu að björgunarstörfum,“ segir ennfremur á síðu N1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert