Nafn mannsins sem lést á Suðurlandsvegi

Maður­inn sem lést í um­ferðarslysi á Suður­lands­vegi, skammt vest­an Pét­urs­eyj­ar, 29. janú­ar hét Ein­ar Guðni Þor­steins­son. Hann var fædd­ur árið 1958 og var bú­sett­ur í Vík í Mýr­dal. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og fjög­ur börn.

Drátt­ar­vél og jeppi rák­ust sam­an á veg­in­um og var ökumaður drátta­vél­ar­inn­ar úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi en fjór­ir voru flutt­ir með þyrlu á Land­spít­ala í Foss­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert