Nokkrar breytingar vegna umsagna

Þórdís Kolbrún segir að í nokkrum atriðum hafi verið tekið …
Þórdís Kolbrún segir að í nokkrum atriðum hafi verið tekið tillit til ábendinga Grindvíkinga í nýju útgáfunni af frumvarpinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta umræða um frumvarpið um kaup félags í eigu ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík fór fram á Alþingi í gær og var frumvarpinu síðan vísað til efnahags- og viðskiptanefndar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra sagði er hún mælti fyrir frumvarpinu að í þeirri útgáfu frumvarpsins sem lagt var fyrir þingið hefði í nokkrum atriðum verið tekið tillit til ábendinga sem komu frá Grindvíkingum þegar drögin voru kynnt í samráðsgátt og önnur atriði væru útskýrð nánar.

Eins og fram hefur komið bárust á fjórða hundrað umsagnir við frumvarpið með fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni á ýmis ákvæði þess. Eru helstu athugasemdirnar 14 talsins.

Í framhaldi af því hefur frumvarpið tekið nokkrum breytingum og er nú m.a. gert ráð fyrir að það muni einnig ná til íbúðarhúsnæðis sem er í eigu dánarbúa enda hafi húsnæðið verið nýtt til heimilishalds. Þá sé nægilegt að einn eigenda íbúðarhúsnæðis hafi átt þar lögheimili 10. nóvember til að það falli undir frumvarpið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert