Opna hugsanlega í dag

Jónas Birgisson, fjármálastjóri Pizzunnar, beið eftir því í morgun að …
Jónas Birgisson, fjármálastjóri Pizzunnar, beið eftir því í morgun að fá að kanna aðstæður eftir brunann í Fellsmúla í gær. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Jón­as Birg­is­son, fjár­mála­stjóri Pizzunn­ar, var að bíða eft­ir því að fá að skoða aðstæður í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins við Fells­múla í morg­un þegar blaðamaður mbl.is hitti hann á vett­vangi.

Mik­ill eld­ur braust út í bif­reiðaþjón­ustu N1 að Fells­múla 24 á sjötta tím­an­um síðdeg­is í gær en Pizz­an er til húsa í Fells­múla 26. Allt til­tækt slökkvilið var kallað á vett­vang og tókst að slökkva í síðustu glæðunum í nótt.

„Ég heyrði um elds­voðann í frétt­un­um um sex leytið í gær. Svæðis­stjór­inn mætti strax á staðinn og ég kom á vett­vang um átta leytið í gær­kvöld,“ seg­ir Jón­as við mbl.is.

Leist ekk­ert á blik­una

Jón­as seg­ir að hon­um hafi ekki lit­ist á blik­una til að byrja með enda var mik­ill eld­ur á efri hæð húss­ins en hús­næði Pizzunn­ar er á jarðhæðinni. Hann seg­ir að slökkviliðið hafi náð tök­um á eld­in­um um tíu­leytið.

„Við get­um hugs­an­lega opnað staðinn í dag en í síðasta lagi á morg­un. Mér skilst að það sé bara vatnsleki í þessu bili sem við erum með okk­ar starf­semi og að tæk­in hafi sloppið óskemmt en við eig­um eft­ir að fara yfir stöðuna bet­ur. Nú bíðum við bara eft­ir því að fá vör­ur frá birgj­um okk­ar.“

Jón­as tel­ur mikla mildi að eld­ur­inn hafi ekki borist í fleiri bil í hús­bygg­ing­unni. „Ég held að við verðum að telj­ast hepp­inn því þetta leyti alls ekki vel út á tíma­bili í gær. Við erum með all­ar okk­ar trygg­ing­ar í lagi sem skipt­ir miklu máli í svona rekstri og nú bíðum við eft­ir að menn frá trygg­ing­ar­fé­lag­inu skoði aðstæður og leggi mat á tjónið. Við von­um besta,“ seg­ir Jón­as.

Frá vettvangi í Fellsmúla í gærkvöld.
Frá vett­vangi í Fells­múla í gær­kvöld. mbl.is/​Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert