Samkomulag markar tímamót í orkumálum

Bandaríkjamenn horfa til reynslu og þekkingar hér.
Bandaríkjamenn horfa til reynslu og þekkingar hér. mbl.is/RAX

„Það er einlægur vilji Bandaríkjamanna að ganga til samstarfs við okkur á þessum vettvangi og við erum að opna línuna á milli stjórnvalda beggja landa í þessum málum. Þetta er tímamótasamkomulag, enda líta þeir til okkar sem einnar forystuþjóðar í heiminum á þessum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Tvíhliða samstarfi Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála verður ýtt úr vör í dag á fundi Guðlaugs Þórs og Jennifer Granholm orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sem komin er hingað til lands í þessum tilgangi.

Þróa leiðir til að virkja endurnýjanlega orku

Samstarfið verður á sviði jarðhita, upptöku, geymslu og nýtingar koldíoxíðs sem og framleiðslu á vetni og er markmið þess að liðka fyrir samstarfi hagsmunaaðila á þeim vettvangi til að þeir geti náð markmiðum sínum í loftslagsmálum, hraða samdrætti kolefnislosunar, efla orkuöryggi og þróa leiðir til að virkja endurnýjanlega orku.

„Við erum hér að opna línuna, frumkvæði að einstökum verkefnum á síðan að koma frá fyrirtækjunum, ekki stjórnvöldum. En í þessu felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og háskólasamfélagið,“ segir Guðlaugur Þór.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert