SFHR leggst gegn afnámi skólagjalda

Jakob Daníelsson, forseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík og nemi við …
Jakob Daníelsson, forseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík og nemi við Hátækniverkfræði í HR. Ljósmynd/Aðsend

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) telur ómögulegt að halda uppi þeirri sérstöðu sem nemendur við skólann sækjast eftir verði tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að þiggja óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að afnema skólagjöld, samþykkt.

Þetta kemur fram í ályktun sem Jakob Daníelsson, formaður SFHR, sendi fyrir hönd stúdentafélagsins.

Í ályktuninni segir að tilboðið hljómi við fyrstu sýn mjög frábært fyrir nemendur skólans, enda geti háskólagjöld verið mikil byrgði og geri það að verkum að nemendur skólans koma að jafnaði hærra skuldsettir úr námi auk þess að vera í lakari fjárhagsstöðu á meðan námi stendur. 

Felur í sér 15% niðurskurð

„Tilboðið frá ráðuneytinu eins og það stendur núna felur hins vegar í sér að rekstrartekjur HR lækki um rúman 1,1 milljarð króna og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þeta niðurskurður um u.þ.b. 15%,“ segir í ályktuninni. 

Á opnum samráðsfundi nemenda HR vegna tilboðsins kom sterkt fram að nemendur skólans leggja mikið upp úr góðri aðstöðu, persónulegri kennslu, nútímalegum kennslubúnaði og framúrskarandi þjónustu við nemendur, að því er fram kemur í ályktuninni. 

Stúdentaráðið telur þó ómögulegt að halda þeirri sérstöðu sem nemendurnir kjósa með fjárskerðingu sem þessari, en sérstaðan er að miklu leyti möguleg vegna fullnægjandi fjármögnunar, eftir því sem segir í  ályktuninni. 

Fagna umræðunni um fé með hverjum nemenda 

Þá kemur fram að SFHR fangi þó umræðunni um að fé skuli fylgja nemendum, en í HR fá nemendur einungis 75% ríkisframlag miðað við nemendur í opinberum skólum. 

„Þó að þessi skerðing væri ekki til staðar eru enn þá þættir sem styðja enn frekar við opinberu skólana. Þar má nefna húsnæðismál, HHÍ, Sáttmálasjóð HÍ o.f. sem nemendur í sjálfstætt starfandi skólum njóta ekki góðs af.“

Því leggur stútendafélagið til að innleidd verði stefna með yfirskriftinni „fé fylgir nemendum“ óháð því hvort nemendur borgi skólagjöld eða ekki. Það myndi jafnframt gefa tilefni til þess að lækka skólagjöld í HR töluvert.

Það segir meðal annars að forsendur núverandi tilboðs frá ráðuneytinu gefi í ljós að HR gæti tæplega helmingað skólagjöldin en haldið þessari sömu sérstöðu sem nemendur skólans hafa valið sér.  

Borið saman við rekstur heilbrigðisfyrirtækis 

Í svari ráðuneytisins við spurningum um bæði fullt ríkisframlag og skólagjöld er gerður samanburður á menntastofnunum og heilbrigðisfyrirtækjum, að því er fram kemur í ályktuninni. 

„Það væri eins og ef ríkið greiddi aðgerðir hjá einkareknu heilbrigðisfyrirtæki en læknarnir gætu svo bætt ofan á þá greiðslu frá ríkinu og rukkað sjúklingana um meira."

Stúdentafélagið spyr því á móti hvernig það eigi að vera mögulegt að framkvæma aðgerðina þegar ríkisframlagið dugir ekki til þess að aðgerðin gangi raunverulega vel. 

„Af hverju fær viðkomandi ekki full ríkisframlög þó það sé kosið að velja þjónustu þar sem nægt fjármagn er tryggt til að gera hana vel? Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skorti ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir "100% ríkisframlagið" ekki til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera.“

Ástæða fyrir því að nemendur velji sér að greiða skólagjöld 

Þá segir að til þess að auka raunverulega aðgengi að vali í mismunandi háskóla óháð efnahags sé réttast að afnema skerðingar og lækka þannig þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum. 

„Það er alveg ljóst að ef HR á að geta haldið áfram að vera framúrskarandi í áhersluþáttum ráðuneytisins. Eins og að útskrifa unga karlmenn, sem sækja mun síður í háskólanám en ungar konur, eða nemendur í raun- og tæknigreinum þá þarf þetta fjármagn að vera tl staðar, eitthvað sem núverandi tilboð felur ekki í sér og gerir því nemendum HR ekki kleift að fá sama ríkisframlag og aðrir háskólanemar.“

Loks segir að það sé ástæða fyrir því að rúmlega 3500 nemendur velji að borga skólagjöld í stað þess að fara á samskonar námsbrautir og hinu megin við Vatnsmýrina. Valið þurfi að standa til boða án þess að fjármagn sem fylgir umræddum nemendur sé skert. 

„Það er sameiginlegt hagsmunamál ríkisins og nemenda við sjálfstætt starfandi skóla að veita full fjárframlög án kröfu um alfarið afnám skólagjalda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert