Stórbruni í Fellsmúla

Tilkynning um eld barst á sjötta tímanum í gær. Slökkviliðsmenn …
Tilkynning um eld barst á sjötta tímanum í gær. Slökkviliðsmenn voru enn á vettvangi í morgun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mikill eldur braust út í bifreiðaþjónustu N1 að Fellsmúla 24 á sjötta tímanum síðdegis í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og var ljóst frá upphafi að um umfangsmikinn eld væri að ræða.

Gestir og starfsfólk verslana í byggingunni yfirgáfu þær um leið og eldsins varð vart, en á jarðhæð að austanverðu eru meðal annars verslanir Stout og Slippfélagsins. Ekki er vitað til að fólk hafi slasast og ekki er talið að nokkur hafi verið í rýminu sem brann, en starfsfólk hafði þá þegar yfirgefið bifreiðaþjónustuna.

Verslunin lokuð næstu daga

Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu, segir í samtali við Morgunblaðið að ljóst sé að verslunin verði ekki opnuð á næstu dögum.

Starfsmenn voru í versluninni þegar eldurinn braust út. Hann fór sjálfur á vettvang til að fylgjast með og telur hann ekki ólíklegt að einhverjar vatnsskemmdir hafi orðið á versluninni vegna aðgerða, en rafmagni sló þar einnig út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert