„Þetta eru einfaldlega tímamót“

Guðlaugur Þór Þórðar­son­, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, er afskaplega ánægður …
Guðlaugur Þór Þórðar­son­, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, er afskaplega ánægður með heimsókn Jennifer Gran­holm, orku­málaráðherra Banda­ríkj­anna, til landsins í dag. mbl.is/Arnþór

Jennifer Gran­holm, orku­málaráðherra Banda­ríkj­anna, er í op­in­berri heim­sókn hér á landi í boði Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, vegna tví­hliða sam­starfs ríkj­anna á sviði orku- og lofts­lags­mála.

Sam­starf­inu var form­lega hleypt af stokk­un­um á umræðufundi full­trúa Íslands og Banda­ríkj­anna um orku- og loftslagsmál í Hörpu í dag en í morg­un heim­sóttu ráðherr­arn­ir Hell­is­heiðar­virkj­un Orkuveitu Reykjavíkur og vinnslu­svæði Car­bfix, dótturfélags Orkuveitunnar, á Hell­is­heiði.

Hrósaði konunum

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri stöðvarhússins áður en þau heilsuðu upp á Heru Grímsdóttur, framkvæmdastýru Rannsókna og nýsköpunar Orkuveitunnar, Benedikt Kristján Magnússon, deildarstjóra framleiðslu hjá Orku náttúrunnar og Helgu Kristínu Jóhannsdóttur, viðskiptaþróunarstjóra Jarðhitagarðs ON sem og Eddu Aradóttur, framkvæmdastýru Carbfix.

Sævar hélt stutta tölu fyrir viðstadda í anddyrinu þar sem hann stiklaði á stóru í starfsemi Orkuveitunnar. Sagði hann mannauðinn mikinn innan samstæðunnar og benti sérstaklega á hversu margar hæfar konur væru þar starfandi.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hélt stutta tölu fyrir …
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hélt stutta tölu fyrir viðstadda í anddyri stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunnar. mbl.is/Arnþór

The Icelandic doughnut

Þá leiddi Sævar ráðherrana og fylgdarlið þeirra um bygginguna og fræddi gestina enn frekar um starfsemina. Kári Valgeirsson, vísindamiðlari jarðhitasýningar Orku náttúrunnar, hélt stutt erindi um eitt og annað tæknilegs eðlis í útsýnissal yfir vinnslusal jarðhitavirkjunarinnar áður en Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar, hélt kynningu um starfsemina.

Guðlaugur Þór bauð Granholm upp á kleinu sem hann kallaði glettinn the Icelandic donut.

Að kynningunni lokinni héldu ráðherrarnir að hinni svokölluðu Carbfix-kúlu þar sem þau fengu stutta kynningu á vinnsluaðferðum Carbfix en tæknilausn fyrirtækisins bindur koltvísýring varanlega í bergi á innan við tveimur árum.

The Icelandic donut.
The Icelandic donut. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Þetta eru einfaldlega tímamót

Ráðherrarnir héldu þá í Hörpu þar sem þeir áttu tvíhliða fund áður en umræðufundurinn hófst og samstarfinu var formlega ýtt úr vör.

Guðlaugur Þór lýsti komu Granholm sem gríðarlegum styrk sem sýni hversu mikilvægt samstarf ríkjanna sé.

„Orkumálaráðherra Bandaríkjanna fer ekki á hverjum degi til annarra landa til að hefja tvíhliða samstarf. Það er að gerast í dag. Þetta eru einfaldlega tímamót.“

Ráðherrarnir áttu tvíhliða fund í Hörpu.
Ráðherrarnir áttu tvíhliða fund í Hörpu. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Jennifer Granholm, orku­málaráðherra Banda­ríkj­anna, á umræðufundinum í Hörpu þar sem …
Jennifer Granholm, orku­málaráðherra Banda­ríkj­anna, á umræðufundinum í Hörpu þar sem samstarfi ríkjanna tveggja var formlega ýtt úr vör. mbl.is/Arnþór

Segir hann um miklu stærra mál að ræða en fólk átti sig á og ástæðuna fyrir samstarfinu að bæði ríki sjái mikinn hag í því, ekki bara þegar komi að því að kynna tækni til að leysa loftslagsvandann og græna orku, heldur styrki verkefnið einnig tvíhliða samstarf þjóðanna, sem ráðherrann segir alltaf hafa reynst báðum þjóðum einstaklega vel.

Guðlaugur Þór og Granholm ganga inn í Carbfix-kúluna.
Guðlaugur Þór og Granholm ganga inn í Carbfix-kúluna. mbl.is/Arnþór

„Þetta er mjög góður dagur og við erum afskaplega ánægð að fá hér Jennifer og Andrew [Light, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna]. Upphafið af þessu var fundur okkar Andrew í október þannig að þetta er búið að gerast hratt og við erum afskaplega stolt og ánægð að hafa þau hér,“ segir Guðlaugur Þór.

Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, fræðir ráðherrana um tæknilausn fyrirtækisins, sem …
Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, fræðir ráðherrana um tæknilausn fyrirtækisins, sem bindur koltvísýring varanlega í bergi á innan við tveimur árum. mbl.is/Arnþór
Benedikt Kristján Magnússon, deildarstjóri framleiðslu hjá Orku náttúrunnar, Sævar Freyr …
Benedikt Kristján Magnússon, deildarstjóri framleiðslu hjá Orku náttúrunnar, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar Orkuveitunnar og Helga Kristín Jóhannsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. mbl.is/Arnþór
Guðlaugur Þór var augljóslega ánægður með daginn.
Guðlaugur Þór var augljóslega ánægður með daginn. Arnþór Birkisson
Guðlaugur Þór og Granholm kynna sér starfsemi Carbfix í dag.
Guðlaugur Þór og Granholm kynna sér starfsemi Carbfix í dag. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert