Ætla að snúa aftur heim ef það verður leyft

Linda Kristmundsdóttir og Gestur Ólafsson.
Linda Kristmundsdóttir og Gestur Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gestur Ólafsson og konan hans Linda Kristmundsdóttir kíktu heim til sín á Sólvelli 6 í Grindavík í gær. Þau eru staðráðin í að snúa aftur heim og búa í bænum ef það verður leyft.

Spurð hvað þau væru að gera að sinni sögðu þau að verið væri að taka saman eitthvað af búslóðinni sinni.

„Við erum á báðum áttum , hvað við séum að gera og til hvers við erum að taka þetta. Okkur finnst einhver veginn ekki vera ástæða til þess,“ segir Gestur í samtali við mbl.is.

Komin með íbúð á höfuðborgarsvæðinu

Ætlið þið að snúa aftur heim ef það verður leyft?

„Já við komum aftur ef það verður í lagi,“ svarar Gestur.

Þau hafa komið í Grindavík nær öll þau skipti sem þau hafa fengið leyfi til þess. Þau eru búin að fara með slatta af búslóðinni og eru nú búsett á Selfossi. Þau eru komin með aðra íbúð á höfuðborgarsvæðinu fram á haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert