Eyjabændum er verulega brugðið

Ríkið krefst þess að Fremri-Langey verði viðurkennd sem þjóðlenda. Snorri …
Ríkið krefst þess að Fremri-Langey verði viðurkennd sem þjóðlenda. Snorri er þar einn eigenda. Ljósmynd/Snorri Pétur

„Þessar fréttir komu okkur í opna skjöldu. Við höfum nú þegar hitt lögfræðing sem ætlar að skrifa mótkröfuna fyrir okkur,“ segir Snorri Pétur Eggertsson, einn eigenda Fremri-Langeyjar á Breiðafirði, en fjármálaráðherra hefur lagt fram kröfu fyrir óbyggðanefnd um að eyjan verði viðurkennd sem þjóðlenda. Eyjabændur hafa boðað til fundar í Stykkishólmi vegna málsins.

„Fremri-Langey er vel skilgreint svæði og það á við um langflestar ef ekki allar eyjar á Breiðafirði. Þeir hólmar og sker sem tilheyra þeim hafa verið vel skráðir í áranna rás, og miklar heimildir til um eignarhaldið, sem í dag hefur erfst milli kynslóða en í mörgum tilfellum hefur fólk keypt hlut í eyjunum.

Allar eyjar á Breiðafirði hafa verið í hlunnindabúskap í mörg hundruð ár og var fjörðurinn lengi kallaður matarkista Íslands. Saga búsetu í firðinum er því mjög löng og þar af leiðandi eignarrétturinn. Þess vegna kemur krafa ríkisins á óvart,“ segir Snorri og þykir erfitt að koma auga á rökstuðning fyrir kröfunni.

„Hvað veldur því að fjármálaráðuneytið telur sig geta slegið eign sinni á eyjarnar?“, spyr Snorri Pétur.

Nánar er rætt við Snorra í Morgunblaðinu í dag.

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert