Hóteláform við Kirkjusand á ís

Fjölbýlishús með 115 íbúðum rís nú á Kirkjusandi.
Fjölbýlishús með 115 íbúðum rís nú á Kirkjusandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir áformað að hefja sölu nýrra íbúða á Kirkjusandi vorið 2025. Uppbygging 115 íbúða sé á áætlun og uppsteypa komin vel á veg. Bílakjallari er undir húsinu, eins og í hverfinu öllu. Við hlið fjölbýlishússins er áformað að byggja atvinnuhúsnæði á svonefndum F-reit. Þar er leyfi fyrir gististarfsemi.

„Nokkrir aðilar hafa mikinn áhuga á að byggja þarna hótel en það er ákveðin óvissa á markaðnum. Þetta er frábær staður fyrir hótel. Aðgengi er gott, nóg af bílastæðum og stutt í miðbæinn. Og þetta er ein af örfáum lausum lóðum miðsvæðis í borginni með leyfi fyrir hótelrekstur. Það eru ekki margar slíkar eftir. Hins vegar eru flest stærri félög sem reka hótel á Íslandi enn að jafna sig eftir heimsfaraldurinn. Það var gott ár í ferðaþjónustu í fyrra og ef hótelrekstur gengur vel í ár eru nokkur félög komin með fulla burði til að fara í þetta verkefni. Þetta yrði enda stórt hótel,“ segir Kjartan Smári en rými er fyrir 285 herbergja hótel.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert