Ekki sérstök stefnubreyting

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Arnþór

„Sko ég hugsaði þetta nú ekkert sérstaklega þannig,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurð hvort stefnubreyting hefði orðið hjá flokknum í útlendingamálum á Sprengisandi

Tilefnið var viðtal við Kristrúnu í í hlaðvarpsþætt­in­um Ein pæl­ing sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son stýr­ir. Þar sagði hún að hæl­is­leit­enda­kerfið hér á landi væri ósjálf­bært og að Ísland eigi ekki að skera sig úr frá Norður­lönd­um. Kristrún sagði einnig að ekki sé hægt að vera með opin landa­mæri sam­hliða vel­ferðar­kerf­inu.

Á Sprengisandi sagði hún flokkinn ekki vera að boða ákveðnar aðgerðir eða gefa út „langt stefnuplagg“.

„Ég er bara með opin augu fyrir því sem er að gerast í samfélaginu,“ sagði Kristrún og bætti við að málaflokkurinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. 

Hún nefndi í því samhengi að árið 2017 voru innflytjendur um 35 þúsund en nú eru þeir um 75 þúsund. 

Nálgast málið útfrá gildum jafnaðarmennsku

Kristrún sagði því að ekki sé um U-beygju að ræða í stefnu flokksins, heldur sé mikilvægt að opna á umræðuna sem eigi ekki að einskorðast við það hvort fólk sé með eða á móti útlendingum. 

Kristrún sagðist 100% nálgast málaflokkinn útfrá gildum jafnaðarmennsku en að tvöfalt samfélag hefði skapast á Íslandi.

„Það er grundvallaratriði jafnaðarmennsku að tala ekki bara um að hleypa fólk inn útaf mannúð, heldur hvernig þú kemur fram við fólk,“ sagði hún og bætti við að vöxturinn í málaflokknum tali sínu máli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert