Rafmagnslaust á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn

Selfoss.
Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagnslaust er á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn ásamt nærsveitum.

Á vef Landsnets segir að kl 7:41 hafi Hveragerðislína 1 og Þorlákshafnarlína 1 leyst út.

Verið er að greina ástæðu útleysingar. 

Uppfært klukkan 08:29:

Rafmagn er komið aftur á í öllum byggðarlögum. Þorlákshafnarlína er ennþá úr rekstri og er vinnuflokkur að undirbúa skoðun á línunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert