Hleypa köldu vatni til Grindavíkur í áföngum

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur hefur tekist að þræða kaldavatnslögn undir nýja hraunið,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinnn var í Laugardalshöll.

„Við erum að gera okkur tilbúna að hleypa köldu vatni inn til sveitarfélagsins,“ segir Atli en bætir við að köldu vatni verði hleypt í áföngum.

„Við viljum ekki lenda í tjóni þegar við hleypum vatni í húsin.“

Ekki viss um stöðuna á dreifikerfinu

Hann segist ekki vita nákvæmlega hver staðan sé á dreifikerfinu þar sem ekkert vatn sé á því. Rafmagnsmálin í bænum séu aftur á móti í góðum málum.

Hann segir að vinna við varnargarða verði að halda áfram meðfram Nesveginum.

„Þá er ramminn utan um okkur kominn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert