Íslenska óperan hefur sungið sitt síðasta

Íslenska óperan hefur sett á laggirnar fjölmargar uppfærslur.
Íslenska óperan hefur sett á laggirnar fjölmargar uppfærslur.

Íslenska óper­an, sem starfað hef­ur und­an­far­in 44 ár, mun hætta starf­semi. Að sögn Pét­urs J. Ei­ríks­son­ar, stjórn­ar­for­manns sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar, er niður­skurður í fjár­fram­lög­um ástæða þess að starf­sem­inni verður hætt. 

Pét­ur seg­ir starf­sem­inni sjálf­hætt vegna niður­skurðar­ins. „Við reikn­um með því að starf Íslensku óper­unn­ar muni leggj­ast niður,“ seg­ir Pét­ur.  

Að sögn Pét­urs voru fast­ir starfs­menn sjö þegar mest lét. Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir óperu­stjóri er eini starfsmaður Íslensku óper­unn­ar sem stend­ur og mun hún láta af starfi þann 30. mars næst­kom­andi. 

Pétur J. Eiríksson er hér fyrir miðju ásamt Þórunni Sigurðardóttur …
Pét­ur J. Ei­ríks­son er hér fyr­ir miðju ásamt Þór­unni Sig­urðardótt­ur (t.v.) og Stein­unni Birnu Ragn­ars­dótt­ur (t.h.) frá­far­andi óperu­stjóra. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir

 „Mik­il von­brigði“ 

„Þetta eru mik­il von­brigði. Sér­stak­lega þar sem við ætluðum að setja upp La Boheme núna í mars. Við urðum að hætta við það vegna niður­skurðar á fjár­veit­ingu,“ seg­ir Pét­ur.  

Fjár­fram­lög til Íslensku óper­unn­ar voru 138 millj­ón­ir króna á yf­ir­stand­andi ári en voru 240 millj­ón­ir króna á síðasta ári. 

Þá stóð til að fram­lög­in yrðu nýtt í upp­setn­ingu á óper­unni Agnesi eft­ir Daní­el Bjarna­son í sept­em­ber en list­ræna teymið var ekki til­búið fyr­ir þau tíma­mörk og ger­ir Pét­ur ráð fyr­ir því að sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verði seld­ur.

„Nú er það verk­efni stjórn­ar að ákveða hvort við mun­um svæfa stofn­un­ina eða slíta henni,“ seg­ir Pét­ur. 

Eins og fram hef­ur komið verður ný rík­is­ópera sett á lagg­irn­ar und­ir heit­inu Þjóðaróper­an og verður hún und­ir hatti Þjóðleik­húss­ins. Gert er ráð fyr­ir fram­lög­um upp á 800 millj­ón­ir króna á ári í mála­flokk­inn og Þjóðaróper­an verði með aðset­ur í Hörpu og hún taki til starfa árið 2025.  

Fyrr í dag var greint frá því að frum­varps­drög um þjóðaróperu væru kom­in í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Hef­ur málið verið til skoðunar í nokk­urn tíma og í lok síðasta árs var verk­efna­stjóri um stofn­un þjóðaróperu ráðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka