Rannsókn lögreglunnar hafin í Fellsmúla

Auk lögreglunnar voru skoðunarmenn frá Sjóvá mættir á vettvang til …
Auk lögreglunnar voru skoðunarmenn frá Sjóvá mættir á vettvang til að meta tjónið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á vettvangi eldsvoðans sem varð í Fellsmúla á fimmtudag hófst í morgun.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók við vettvanginum eftir að slökkvistarfi lauk en vegna mikils hita í húsnæðinu fór hún ekki þangað inn fyrr en í morgun.

Því hefur tæknideildin ekki getað rannsakað eldsupptökin fyrr en nú.

Slökkviliðið að störfum í Fellsmúlanum.
Slökkviliðið að störfum í Fellsmúlanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á þessu stigi málsins er ekki grunur um íkveikju,” segir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðspurður.

„Eftir daginn í dag getum við svarað meiru um hvert þetta leiðir okkur,” bætir hann við um rannsóknina.

Vinna hefur staðið yfir hjá fyrirtækjunum sem ekki fóru verst út úr eldsvoðanum við að þrífa og undirbúa starfsemina á nýjan leik og þurfa þau ekki að bíða eftir grænu ljósi frá lögreglunni til að opna aftur.

mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert