„Þetta er frábær ákvörðun“

Hjálmar Hallgrímsson.
Hjálmar Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, segir það frábæra ákvörðun að búið sé heimila Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum að dvelja og starfa þar allan sólarhringinn með ákveðnum skilyrðum.

„Þetta er frábær ákvörðun,” segir Hjálmar og bætir við að tíðindin skipti gríðarlegu máli bæði fyrir útgerðarfyrirtæki sem og öll önnur fyrirtæki í Grindavík.

„Atvinnulífið fær séns á að bjarga sér núna,” bætir hann við en segir alla Grindvíkinga þó meðvitaða um ástandið í bænum og að umgangast þurfi hlutina í samræmi við það. Fólk muni rýma bæinn strax ef óskað verði eftir því. 

Hjálmar á sjálfur hús í bænum en kveðst ekki hafa tekið ákvörðun um hvað hann ætlar að gera. Fólk þurfi vitaskuld ekki að snúa aftur frekar en það vilji. 

„Þetta frelsi til að velja er bara bráðnauðsynlegt.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert