Boða til fundar í fyrramálið

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtök atvinnulífsins ganga til viðræðna á ný í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara.

Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við mbl.is.

Viðræðum var slitið föstudaginn 9. febrúar fyrir tæpum tveimur vikum. Breiðfylking stéttarfélagana sleit viðræðunum og sögðu ásteyt­ing­ar­steinn­inn vera for­sendu­ákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.

Kemur ljós með hugarfarsbreytingu

Ragnar kvaðst í gær ekki sjá fram á að samtalið myndi hefjast á ný án hugarfarsbreytingar hjá forystu Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Spurður hvort þetta þýði að breyting hafi orðið þar á svarar Ragnar:

„Já ég gæti trúað því. Það kemur í ljós á morgun hvort það er raunveruleg hugarfarsbreyting eða ekki, en ég reikna nú með því að þau séu ekki að koma aftur að borðinu nema að vera með eitthvað til þess að færa fram.“

Ragnar segir ríkissáttasemjarann Ástráð Haraldsson hafa boðað það að hann hygðist ekki boða til fundar nema að honum þætti tilefni til og hann hljóti því að telja ástæðu til þess. Honum beri aftur á móti lagaleg skylda til að boða til fundar innan tveggja vikna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert