Golfbíll Sigga Sveins kominn í leitirnar

Golfbíll Sigurðar fannst í Skóglendi í Mosfellsdal.
Golfbíll Sigurðar fannst í Skóglendi í Mosfellsdal. Mynd/Sigurður Sveinsson

Golfbíll Sigurðar Sveinssonar, gömlu handboltakempunnar, er kominn í leitirnar en hann greindi frá því í færslu á Facebook í dag að bílnum hefði verið stolið úr gámi við Golfklúbb Mosfellsbæjar.

„Já gamli Skolli fundinn í Mosfellsdal illa á sig kominn og líklegast búinn að vera kaldur og yfirgefinn í 2-3 mánuði. Björgunaraðgerðir hafnar,“ skrifar Sigurður, jafnan kallaður Siggi Sveins, í Facebook-færslu sinni.

Sigurður Sveinsson og Skolli.
Sigurður Sveinsson og Skolli. Mynd/Sigurður Sveinsson.

Dýfa þeim í tjöru og fiðra

Fyrr í dag áður en bíllinn fannst skrifaði Sigurður:

„Vil segja við þá aðila sem frömdu þennan verknað að þeir geta sent mér skilaboð um hvar bíllinn er en ef ekki mun ég eyða restinni af ævinni að hafa upp á þeim og dýfa þeim í tjöru og fiðra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka