Laus úr haldi þrátt fyrir dóm fyrir gróft ofbeldi

Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í málinu.
Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl­maður sem dæmd­ur var í fjög­urra ára fang­elsi í síðustu viku fyr­ir tvær hrotta­leg­ar árás­ir gagn­vart fyrr­ver­andi kær­ustu sinni er laus úr varðhaldi. Þetta er niðurstaða Lands­rétt­ar sem felldi úr gildi gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð héraðsdóms sem hafði dæmt hann í varðhald fram í ág­úst með vís­an í al­manna­hags­muni.

Dóm­ur í máli manns­ins féll 13. fe­brú­ar, en hef­ur ekki enn verið birt­ur. Tveim­ur dög­um síðar féllst héraðsdóm­ur á að fram­lengja gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um um hálft ár, eða meðan áfrýj­un­ar­frest­ur er í gildi. Kærði maður­inn þá niður­stöðu beint til Lands­rétt­ar.

Gróf árás en ekki til­raun til mann­dráps

Lands­rétt­ur vísaði til þess að þó að maður­inn hafi verið sak­felld­ur fyr­ir gróf­ar árás­ir á kon­una, sem og fíkni­efna­laga­brot, þá hafi ekki verið fall­ist á að um hafi verið að ræða til­raun til mann­dráps.

Hægt er að halda mönn­um í gæslu­v­arðhaldi til lengri tíma ef talið er að brot þeirra varði meira en 10 ára fang­elsi, eða ef al­manna­hags­muni krefj­ist þess. Niðurstaða héraðsdóms var að sak­fella mann­inn fyr­ir sér­stak­lega hættu­leg­ar lík­ams­rárás­ir, en ekki til­raun til mann­dráps. Er vísað til þess að héraðsdóm­ur hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að maður­inn hafi ekki á verknaðar­stundu haft ásetn­ing til að bana kon­unni. Leiddi þetta til fjög­urra ára dóms og þar með upp­fyllti það ekki 10 ára viðmiðið.

Hvenær er um al­manna­hags­muni að ræða?

Lands­rétt­ur þurfti því að meta hvort al­manna­hags­mun­ir krefðust þess að maður­inn sæti áfram inni meðan á áfrýj­un­ar­fresti stend­ur.

Var það niðurstaða Lands­rétt­ar, með vís­an í dóm héraðsdóms og dóma­fram­kvæmd, að ekki væru viðhlít­andi rök fyr­ir því að nauðsyn­legt væri að maður­inn sæti áfram í varðhaldi með til­liti til al­manna­hags­muna. Var úr­sk­urður héraðsdóms því felld­ur úr gildi.

Áverk­ar sem gætu verið lífs­hættu­leg­ir

Maður­inn hef­ur sætt varðhaldi frá 4. sept­em­ber í fyrra, í kjöl­far þess að hann var hand­tek­inn fyr­ir að hafa ráðist gegn kon­unni í skóg­lendi í lok ág­úst. Hafði maður­inn meðal ann­ars sparkað ít­rekað í kon­una og þá sér­stak­lega í höfuð henn­ar. Í ákæru máls­ins er einnig greint frá því að maður­inn hafi reynt að kyrkja kon­una og haldið henni með kyrk­inga­taki þar sem hún var með höfuðið und­ir vatni í nær­liggj­andi læk. 

Telja má næst krafta­verki að gang­andi veg­far­andi hafi komi þar að, en við það hætti maður­inn bar­smíðum og hljóp á brott.

Kon­an var nef­beins- og and­lits­brot­in eft­ir árás­ina og með opið sár á höfði, marga mar­bletti á höfði, hálsi og víðar um lík­amann. Í lækn­is­vott­orði sem lög­regl­an studd­ist við frá sér­fræðilækni sagði jafn­framt að talið sé að áverk­ar kon­unn­ar hafi verið í sam­ræmið við á­verka­sög­una um kyrk­ing­ar og högg­in. Þá sagði jafn­framt að slík ák­verka­lýs­ing gæti hafa verið lífs­hættu­leg.

„Á ég ekki bara að svæfa þig“

Vitni sem átti leið eft­ir stíg í skóg­lend­inu varð var við árás­ina og sagðist hafa séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði henn­ar. Lýsti vitnið því að hafa séð mann­inn beygja sig niður að kon­unni og byrja að kyrkja hana og sagt: „Á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert