Stutt sigling fyrir hvalaskoðunarbáta

Áhugasamir ferðamenn standa þétt saman um borð í bátnum og …
Áhugasamir ferðamenn standa þétt saman um borð í bátnum og virða skepnurnar fyrir sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvalaskoðunarbátarnir hjá Eldingu hafa ekki alltaf þurft að fara langt frá höfninni að undanförnu því hnúfubakar hafa leikið listir sínar nærri landi síðustu vikurnar.

Að sögn Rannveigar Grétarsdóttur eiganda Eldingar hafa hnúfubakar komið nálægt landi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Akureyri að undanförnu og allt að fimm saman í einu. Í mörgum tilfellum hefur siglingin því verið auðveld fyrir viðskiptavini hvalaskoðunarfyrirtækisins um háveturinn. Rannveig segir staðsetningu hnúfubaksins hafa komið sér vel því janúar og febrúar séu yfirleitt erfiðustu mánuðirnir fyrir fyrirtækið. Þá þurfi gjarnan að sigla langt út og aflýsa þurfi ferðum þegar veðrið býður ekki upp á þægilegt stím.

Ljósmyndarar Morgunblaðsins gátu fylgst með frá landi í Reykjavík þegar bátur frá Eldingu hitti á hnúfubak rétt fyrir utan, væntanlega við mikla ánægju þeirra erlendu gesta sem sækjast eftir slíkri upplifun og hafa ef til vill komið um langan veg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert