Viljayfirlýsing um að tryggja raforkuöryggi í Vestmannaeyjum og framgang orkuskipta var undirrituð í Vestmannaeyjum dag, en hún kveður á um lagningu tveggja rafstrengja til Eyja sem liggja munu frá spennistöð í Rimakoti skammt vestan við Landeyjahöfn.
Áformað er að strengirnir verði lagðir árið 2025 og hefur verkið þegar verið boðið út.
Þeir sem standa að viljayfirlýsingunni eru Landsnet, innviðaráðuneytið, HS Veitur og Vestmannaeyjabær, ásamt helstu orkunotendum í Eyjum, þ.e. fiskimjölsframleiðendum og landeldisfyrirtækinu Laxey.
Nánar er fjallað um rafstrengina tvo í Morgunblaðinu í dag.