Ætla að herða útlendingalög

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. mbl.is/Eyþór

Samstaða um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um náðist í rík­is­stjórn í gær, en í þeim felst að dregið verður úr út­gjöld­um til mála­flokks­ins, m.a. með því að fækka um­sókn­um þeirra sem ekki upp­fylla skil­yrði um alþjóðlega vernd. Frum­varpi dóms­málaráðherra þessa efn­is var dreift á Alþingi í gær og verður að lík­ind­um mælt fyr­ir mál­inu á þingi í þess­ari viku. Þetta staðfest­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Þetta eru stórtíðindi. Rík­is­stjórn­in sam­mælt­ist um heild­ar­sýn í mál­efn­um fólks sem leit­ar vernd­ar á Íslandi, hæl­is­leit­enda sem og inn­flytj­enda. Við sam­mælt­umst einnig um aðgerðir í sam­ræmi við okk­ar heild­ar­sýn og fyrst för­um við í breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Þetta eru ein­hverj­ar mestu breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið í mörg ár,“ seg­ir Guðrún.

mbl.is/​Eyþór

Draga úr út­gjöld­um

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að taka eigi á mál­efn­um um­sækj­enda um alþjóðlega vernd, flótta­fólks og inn­flytj­enda, með heild­stæðum hætti með auk­inni sam­hæf­ingu á milli ráðuneyta og stofn­ana. Mark­miðið sé að stuðla að meiri skil­virkni og skýr­ari fram­kvæmd inn­an mála­flokks­ins og sér­stak­lega verði horft til fram­kvæmd­ar þess­ara mála ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um og sam­ræmi aukið í reglu­verki á milli landa.

Með þessu er ætl­un­in að draga úr út­gjöld­um og for­gangsraða bet­ur þeim fjár­mun­um sem í mála­flokk­inn fara, en með fækk­un um­sókna um alþjóðlega vernd sem ekki upp­fylla skil­yrði um slíka vernd spar­ist fé sem verði að hluta nýtt til aukn­ing­ar fram­laga til ís­lensku­kennslu, aðstoðar við börn í skól­um og sam­fé­lags­fræðslu sem hjálpi fólki til virkr­ar þátt­töku í ís­lensku sam­fé­lagi.

Meðal aðgerða sem ráðist verður í til að hraða af­greiðslu um­sókna um alþjóðlega vernd er að af­greiðslu­tími um­sókna verður stytt­ur í 90 daga á hvoru stjórn­sýslu­stigi og unnið verður að því að koma upp bú­setu­úr­ræðum fyr­ir slíka um­sækj­end­ur á öll­um stig­um málsmeðferðar­inn­ar. Þá er ætl­un­in að um­sókn­ar­ferli um alþjóðlega vernd hefj­ist í sér­stakri mót­tökumiðstöð. Einnig að málsmeðferðar­tími stytt­ist og stuðlað verði að skil­virk­um brott­flutn­ingi fólks að feng­inni synj­un.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert