Atvinnuleysi var 4,2% í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli mánaða.
„Í janúar 2024 voru 9.600 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,2%, hlutfall starfandi var 77,7% og atvinnuþátttaka 81,1%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um 1,2 prósentustig og atvinnuþátttaka um 1,5 prósentustig,“ segir í tilkynningunni.