„Góðir bílstjórar geta orðið betri og slíkt er nú einmitt tilgangurinn með þessum námskeiðum okkar,“ segir Guðni Sveinn Theódórsson ökukennari. Hann með fleirum stendur að Ökulandi ehf. á Selfossi sem nú fyrr í mánuðinum stóð að akstursöryggisnámskeiði.
Slík standa daglangt og eru ætluð þeim er keyra rútur, vörubíla og slík tæki. Námskeiðin eru valkvæð en hjá Samgöngustofu vega þau til eininga í reglubundinni endurmenntun sem atvinnubílstjórar þurfa að sækja.
Endurmenntun sú sem bílstjórar þurfa að sækja er að nokkru í fjarkennslu yfir netið. Þar er tekið fyrir regluverk um akstur, bíltækni, ferðafræði, skyndihjálp og fleira slíkt.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.