Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk í Karphúsinu á sjötta tímanum í dag og hefur annar fundur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.
Þetta var fyrsti fundur samningsaðila frá því viðræðum var slitið þann 9. febrúar síðastliðinn. Breiðfylkingin sleit viðræðunum og sögðu ásteytingarsteininn vera forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sett á fjölmiðlabann í tengslum við kjaraviðræðurnar líkt og hann gerði þegar deiluaðilar sátu við samningaborðið í byrjun árs.