Hálka farin að myndast á stofnbrautum

Hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á vegum landsins.
Hálka eða hálkublettir og snjóþekja er víða á vegum landsins. mbl.is

Víða er farin að myndast hálka á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en unnið er að hálkuvörn.

Þetta kemur fram á umferðin.is en þar segir að hálka eða hálkublettir og snjóþekja séu víða á vegum landsins.

Varað er við sigi á Nesvegi nærri bílastæði við brúna á milli heimsálfa. Merkingar eru á staðnum og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.

Sést hefur til hreindýra við vegi i Álftafirði

Á Austurlandi  er ófært um Öxi en lokað er yfir Breiðdalsheiði. Sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Á Suðausturlandi hefur sést til hreindýra við veg í nágrenni við Jökulsárlón og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert